Leita í fréttum mbl.is

05-09-07

Það hefur verið partur af daglegri rútínu hjá mér og Matthíasi (já og Viktori líka) að keyra um eftir leikskólann.  Matthías tók uppá þessu fyrir svolitlu síðan, að biðja mig um að taka hring eftir að ég sótti þá, það var eins og hann þyrfti á því að halda að tjúna sig niður eftir annasaman dag á leikskólanum.  Stundum er það einn hringur, stundum nokkrir og um allar göturnar hérna, stundum uppí hesthúsahverfið, eða nýjasta æðið......"mamma viltu keyra uppí gamla bæ?"

GusugangurÍ gær keyrðum við meðal annars út að bryggjunni.  Fórum ekki útá hana þar sem það var vont veður og sjórinn frussaðist uppá bryggjuna í stórum gusum.  Augun á drengnum stækkuðu um helming......"mamma, sjáðu hvað sjórinn er brjálaður?!"  Í dag gátum við hins vegar farið útá bryggjuna, það var fínasta veður og enginn gusugangur  Smile
Þetta er okkar spes tími saman Smile

Það er hljótt í kotinu, strákarnir löngu sofnaðir......og ég er að hugsa um að fara að dæmi þeirra og skríða uppí líka......það er gott að sofa Wink

Kveð ykkur í kútinn í bili.......þar til næst Tounge

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Svona spes tímar eru bara nauðsyn

Rannveig Lena Gísladóttir, 5.9.2007 kl. 22:32

2 Smámynd: www.zordis.com

Bíltúr virkar eins og galdur á þessar elskur!  Ekki verra að það sé lúxus tími í leiðinni. 

www.zordis.com, 6.9.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband