16.8.2007 | 00:32
Gaurarnir mínir....
.....komu heim í dag eftir 6 vikna sumarfrí hjá pabba sínum !! Þvílíkt sem það var gott að fá þá heim, fá knúskreistinginn, kossana, slef á peysuna mína, mjólkurslettur á gólfið, rifrildi á milli eldri strákana, kvöldmatur, baða lítinn kropp, vesen að fá eldri guttana í rúmið.....þetta er bara toppurinn á tilverunni
Það voru sko fleiri en ég sem biðu eftir að fá þá heim, Vala rak inn nefið bara rétt til að tékka, fékk knús og kossa frá öllum gaurunum og labb frá Viktori Óla
Síðan komu Árný, Svanhildur og Signý og þar var sama sagan, bros og knús og kossar og Viktor Óli brilleraði á labbinu hérna fram og til baka á milli okkar, algjör snúlli
Svo verða þeir 2 yngri að fara á leikskólann á morgun, ég fer að vinna aftur á mánudaginn og þeir verða að fá að aðlagast aftur áður en ég fer að vinna.
Læt þetta duga í bili, ætla að fara í langþráðan rúnt á milli herbergja, laga sængur, slökkva ljós og taka bækur burt af andlitum.......og finna þessa yndislegu barnalykt í herberginu mínu aftur
Það voru sko fleiri en ég sem biðu eftir að fá þá heim, Vala rak inn nefið bara rétt til að tékka, fékk knús og kossa frá öllum gaurunum og labb frá Viktori Óla
Síðan komu Árný, Svanhildur og Signý og þar var sama sagan, bros og knús og kossar og Viktor Óli brilleraði á labbinu hérna fram og til baka á milli okkar, algjör snúlli
Svo verða þeir 2 yngri að fara á leikskólann á morgun, ég fer að vinna aftur á mánudaginn og þeir verða að fá að aðlagast aftur áður en ég fer að vinna.
Læt þetta duga í bili, ætla að fara í langþráðan rúnt á milli herbergja, laga sængur, slökkva ljós og taka bækur burt af andlitum.......og finna þessa yndislegu barnalykt í herberginu mínu aftur
Flokkur: Almennt raus | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með að endurheimta drengina Ég kannast við þessa tilfinningu
Anna Gísladóttir, 16.8.2007 kl. 00:56
það er gott að vera með gullin sín
Margrét M, 16.8.2007 kl. 09:11
Þeir eru algjör gull....... gott að strákarnir eru komnir heim
Árný Sesselja, 16.8.2007 kl. 09:44
OOOoooooo, en notalegt, 6.vikur er langur tími en vonandi ertu úthvíld og nýtur þess í botn að hafa litlu kallana þína í kringum þig, svo þegar það koma erfiðir dagar þá skaltu minnast þess hvað það var tómlegt þegar þeir voru í burtu
Anna Ólafs. (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 00:40
Það er gott að drengirnir þínir er komnir heim til mömmu. Knúss
Kristín Katla Árnadóttir, 17.8.2007 kl. 10:09
Ég er að fara að klára heimtur núna um helgina og verð að segja að það verður ósköp gott að hafa afleggjarana heima og að lífið sé að komast í fastar skorður á ný.
Fjóla Æ., 17.8.2007 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.