9.8.2007 | 19:49
Eyðsluklóin og lögskilnaður
Jamm og jæja, mér hefur tekist að róa eyðsluklónna mína aðeins með því að láta undan henni og versla ööööörlítið. Alls ekki mikið og tel ég ekkert af því vera óþarfa.....já eða næstum því
Er búin að versla eitthvað af fötum á gaurana mína, fann buxur á Þorstein sem hanga upp um hann þannig að 3 pör af þeim takk, nokkrar peysur, Matthías fékk líka nokkrar buxur og peysu sem hann valdi sjálfur í dag, jú og skó líka, og svo fann ég fullt af fötum á Viktor Óla á Barnalandi........buxur og peysur í bunka, samfellur, sokkabuxur, náttföt, úlpur og þykkar peysur, húfur og vettlinga......og þrenna skó, og allt fyrir 5000 kall !! Ekki slæm kaup það Ég fór ein að flækjast í gær en var með Matthías með mér í dag og við áttum ferlega góðan dag. Hann, ólíkt flestu karlkyns, hefur gaman af því að flækjast í búðir......ef við erum bara 2 ein. Þannig að við gátum rápað aðeins og haft gaman. Nærðum okkur á Subway, ferlega gott.
Kíktum svo í kaffi til Önnu frænku og lukum verslunarleiðangrinum í Bónus í Keflavík.
Minn fyrrverandi eiginmaður hafði það loksins af í dag að fara til sýslumanns og skrifa undir skilnaðarpappírana þannig að frá og með deginum í dag erum við Gauðlaugur (já það stendur Gauðlaugur í pappírunum hahaha) skilin að lögum. Þannig að það er kannski spurning hvort við séum í raun skilin......þar sem ég giftist Guðlaugi en skildi við Gauðlaug........spurning
Hafið það gott elskurnar
Er búin að versla eitthvað af fötum á gaurana mína, fann buxur á Þorstein sem hanga upp um hann þannig að 3 pör af þeim takk, nokkrar peysur, Matthías fékk líka nokkrar buxur og peysu sem hann valdi sjálfur í dag, jú og skó líka, og svo fann ég fullt af fötum á Viktor Óla á Barnalandi........buxur og peysur í bunka, samfellur, sokkabuxur, náttföt, úlpur og þykkar peysur, húfur og vettlinga......og þrenna skó, og allt fyrir 5000 kall !! Ekki slæm kaup það Ég fór ein að flækjast í gær en var með Matthías með mér í dag og við áttum ferlega góðan dag. Hann, ólíkt flestu karlkyns, hefur gaman af því að flækjast í búðir......ef við erum bara 2 ein. Þannig að við gátum rápað aðeins og haft gaman. Nærðum okkur á Subway, ferlega gott.
Kíktum svo í kaffi til Önnu frænku og lukum verslunarleiðangrinum í Bónus í Keflavík.
Minn fyrrverandi eiginmaður hafði það loksins af í dag að fara til sýslumanns og skrifa undir skilnaðarpappírana þannig að frá og með deginum í dag erum við Gauðlaugur (já það stendur Gauðlaugur í pappírunum hahaha) skilin að lögum. Þannig að það er kannski spurning hvort við séum í raun skilin......þar sem ég giftist Guðlaugi en skildi við Gauðlaug........spurning
Hafið það gott elskurnar
Flokkur: Almennt raus | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir komuna í dag elskurnar
Anna Gísladóttir, 9.8.2007 kl. 20:54
Hahahahahaha Gauðlaugur já !! hahaha ég hló upphátt, varð að kommenta á þetta, til hamingju annars með skilnaðinn
Helga (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 21:14
Ég lendi í þessu sama og þú með. Lögskilaði eins og þú þá var ég með 3 börn og ég skil þig.
Kristín Katla Árnadóttir, 10.8.2007 kl. 00:28
til hamingju með lögskilnað ... góð tilfinning þegar slíkt er afstaðið
Margrét M, 10.8.2007 kl. 08:23
ertu þá ekki bara misskilin fyrst það er prentvilla?
Saumakonan, 10.8.2007 kl. 23:07
LOL Gauðlaugur bwaahahahaha
Solla (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 00:26
Til hamingju með áfángann ... Gott að ljúka þessu í eitt skipti f. öll
www.zordis.com, 11.8.2007 kl. 08:50
Til hamingju. Thad er gott ad eida sma pening stundum :)
Kolla, 12.8.2007 kl. 19:25
Til hamingju með áfangann og nú eru bjartir dagar framundan. Það hefði verið gaman að sjá á þér nefið þegar þú varst í Kef. Kannski næst.
Fjóla Æ., 12.8.2007 kl. 22:36
Ég kem hér glæný inn í málið en sýnist að ég megi segja: til hamingju með áfangann.
og takk fyrir bónorðið.
Jóna Á. Gísladóttir, 14.8.2007 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.