Leita í fréttum mbl.is

Jæja já.....

.....þið segið allt þetta.  Ballið á laugardaginn var bara hörku skemmtilegt skal ég segja ykkur.  Vorum saman nokkrar stelpurnar og tjúttuðum helling, drukkum öl og svo meira öl, tjúttuðum meira, drukkum meira öl, og tjúttuðum meira, og skemmtum okkur bara fínt með fullan bjór af tösku (innanbúðarhúmor sko).  Skreiddumst svo hingað heim ég og Árný frænka og sofnuðum værum svefni.  Ég er ekki frá því að við höfum verið oggupínkulítið rykugar í hausnum þegar við vöknuðum á sunnudagsmorguninn hahaha LoL   Fórum uppí sveit og tíndum egg og fórum svo í mat til Höllu frænku, ofsalega gott.  Vinna í gær að sjálfsögðu og svo aftur matur hjá Höllu frænku, grill í þetta sinn.  Vinna í dag, framköllun eftir vinnu (litun á augnhárum og svoleiðis trall) og svo matur hjá Sollu frænku.  Bara snilld svona matarboð, þá kannski drullast maður til að éta almennilegan mat.

Síðan er frmaundan bara vinna og vinna meira........og smá skreppiferð um helgina með Árný frænku, segi síðar frá því.

Kem ekki til með að blogga mikið á næstunni, það er alltaf það sama að gerast þannig séð, sofa, vinna, sofa, vinna.......sakna strákana minna Frown

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk ljúfan fyrir trallið og skemmtunina á ballinu :)  Skil ekkert í því hvað ég var þyrst á sunnudaginn... eins og ég var nú dugleg að drekka á laugardagskvöldið!

Ég þarf að vera duglegri við að heimsækja ættingjana greinilega... ég slyppi þá kannski við að elda öðru hvoru

Kveðja, Lena

Lena (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 07:51

2 identicon

Dugleg mín, frænka dáist að kjarki þínum þessa dagana, og þá á ég ekki við að það þurfi kjark til að borða hjá mér, bara að mæta.....

Mamma,amma,frænka,fyrrv........ (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 08:55

3 Smámynd: www.zordis.com

Njóttu lífsins lifandi ... til zess er zad   Góda helgi!

www.zordis.com, 21.7.2007 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband