9.6.2007 | 23:38
Rétt skriðin inn.....
.....eftir frábæran dag á Króknum. Við strákarnir skelltum okkur yfir í morgun og náðum næstum að góma alla í bælinu hahaha
Þorsteinn og Matthías spændu strax út með Ingunni Mist og Ýrenu Sól og við sáum þau ekki aftur næstu klukkutímana. Ég, mamma og Oddný kíktum í smá göngutúr með Viktor Óla......ég hafði verið svo sniðug að taka vagninn af leikskólanum í gær og taka hann með norður. Svo eftir smá næringu eftir göngutúrinn fórum við til Bjössa og Siddýjar.....alltaf svo gott að koma þar
Viktor græddi á þeirri heimsókn, Siddý hafði fyrir einhverju síðan búið til bútasaumsteppi handa honum en það átti alltaf eftir að komast hingað heim, alveg meiriháttar æðislega flott teppi.
Svo fórum við aftur heim til mömmu og þar var grillað læri og búinn til kjúklingaréttur, sem ég hafði því miður ekki pláss fyrir útaf græðginni í lærið hahaha Viktor fékk nú ekki mikið að smakka af matnum, smá kjöt og slatti af grjónum.......en amma hans fann svona heilsmekk með ermum og öllu og gaf honum íspinna í eftirrétt eins og hinum börnunum ! Það var frábært að sjá hann með íspinnann, svo varð hann reiður því það kom svo lítið með því að sjúga, þannig að amman náði í skeið og mokaði uppí hann á meðan hann kreisti súkkulaði utan af honum í lófanum. Það hefur verið ógurlega gott að fá svona kalt í munninn því tönn númer 2 fannst í dag Vika á milli tannana
En allavegana, dagurinn er búinn að vera meiriháttar og ég er alveg búin á því........ætla að fara að koma mér í bælið svo ég verði nú fersk á morgun þegar Linda Kristín kemur.......ójá, dóttlan mín er að koma í sumarfrí
Hafið það gott elskurnar
Svo fórum við aftur heim til mömmu og þar var grillað læri og búinn til kjúklingaréttur, sem ég hafði því miður ekki pláss fyrir útaf græðginni í lærið hahaha Viktor fékk nú ekki mikið að smakka af matnum, smá kjöt og slatti af grjónum.......en amma hans fann svona heilsmekk með ermum og öllu og gaf honum íspinna í eftirrétt eins og hinum börnunum ! Það var frábært að sjá hann með íspinnann, svo varð hann reiður því það kom svo lítið með því að sjúga, þannig að amman náði í skeið og mokaði uppí hann á meðan hann kreisti súkkulaði utan af honum í lófanum. Það hefur verið ógurlega gott að fá svona kalt í munninn því tönn númer 2 fannst í dag Vika á milli tannana
En allavegana, dagurinn er búinn að vera meiriháttar og ég er alveg búin á því........ætla að fara að koma mér í bælið svo ég verði nú fersk á morgun þegar Linda Kristín kemur.......ójá, dóttlan mín er að koma í sumarfrí
Hafið það gott elskurnar
Flokkur: Almennt raus | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hljómar sem frábær dagur 4 tönnslur komnar hér og held að það séu fleiri á leiðinni...
Prófaði að gefa mínum frostpinna (þar sem hann má náttúrulega ekki fá íspinna) en hann var ekkert voða hrifinn af þessu kalda dóti.
Saumakonan, 10.6.2007 kl. 11:45
Já þetta hefur örugglega verið megafínn dagur hja þér. Hér eru allar "tönnslur" komnar, reyndar alveg heill mannsaldur síðan. En ég fæ mér enn shake, svona inn á milli...
kv Tidz
Tidz (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 14:18
Hafðu það gott ljúfust.
Kristín Katla Árnadóttir, 11.6.2007 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.