23.5.2007 | 16:24
Gott kaffi ?
Það töltu sér inn í Skálann fyrr í dag eldri hjón. Maðurinn er á vappi í kringum kaffiaðstöðuna svolitla stund og er eitthvað að spekúlera. Svo spyr hann hvort að kaffið sé gott og ég svara að ef ég drykki kaffi þá gæti ég örugglega svarað honum........en við höfum ekki fengið neinar kvartanir yfir því segi ég. Hann heldur áfram að spekúlera og konan segir við hann: Æji hættu þessu og fáðu þér bara ! Hallar sér svo að mér og segir að þau hafi nefnilega fengið svo vont kaffi í Varmahlíð......Þannig að ég geri samning við kallinn, hann myndi fá sér smá í könnuna og smakka og svo skyldum við sjá til. Hann fær sér bolla, og fannst það ÆÐISLEGT ! Þannig að ég auðvitað bauð honum bara uppá bollann í boði hússins
Þau voru svo ánægð með þetta: "Það er ekki að spyrja með ykkur Húnvetningana"
Lofuðu svo hátíðlega að stoppa ekki aftur í Varmahlíð í kaffi heldur kíkja á okkur í almennilegt kaffi
Lofuðu svo hátíðlega að stoppa ekki aftur í Varmahlíð í kaffi heldur kíkja á okkur í almennilegt kaffi
Flokkur: Almennt raus | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.