6.5.2007 | 20:23
Muffins anyone ??
Fékk þá snilldarhugmynd í gær að baka muffins í dag, vígja bakaraeinkennin í fína ofninum sem er hérna. Árný kom um hálf fjögur og ég skellti mér í búðina til að kaupa það sem uppá vantaði. Þar sem sonum mínum finnst svona voðalega gott og mig grunaði að Goggi (já og Árný líka) myndu eitthvað smakka á þessu, þá ákvað ég að gerast stórtæk og gera þrefalda uppskrift.........EKKI sniðug hugmynd sko ! Amk ekki ef maður ætlar að koma öllu draslinu fyrir í hrærivélarskál af gamalli Kenwood Chef ! Þegar ég var búin að setja allt hráefnið í NEMA hveitið, þá var uþb <---------> svona hátt uppað brúninni. Þannig að hveitið fór í skömmtum í dolluna og handhrært............ekki spennandi kostur, þannig að við verðum bara með minni græðgi við næsta bakstur
En annars smakkaðist þetta alveg meiriháttar vel, með ískaldri mjólk
Meistari Matthías átti alveg súper brilliant gullkorn á meðan ég var að baka.......hann var eins og grár köttur í kringum mig og spurði að hinu og þessu alveg hægri vinstri......og sumu oftar en einu sinni og eitthvað var þráðurinn orðinn í styttri kantinum hjá mér því ég svaraði honum eftir enn eitt "Af hverju........?"........"af því að ég sagði það!"
Hann verður ferlega sár og segir svo við mig með augun fljótandi í tárum:
"Mamma þú ert pirruð við mig"......ég sagðist ekkert vera pirruð við hann, en ég væri það stundum þegar hann væri að spyrja svona oft sömu spurninganna. Þá segir hann:
"Mamma, ég verð sár í hjartanu þegar þú ert pirruð við mig"
Hann var svooooooo einlægur og þetta stakk, beint í
Hafið það gott í kvöld elskurnar
En annars smakkaðist þetta alveg meiriháttar vel, með ískaldri mjólk
Meistari Matthías átti alveg súper brilliant gullkorn á meðan ég var að baka.......hann var eins og grár köttur í kringum mig og spurði að hinu og þessu alveg hægri vinstri......og sumu oftar en einu sinni og eitthvað var þráðurinn orðinn í styttri kantinum hjá mér því ég svaraði honum eftir enn eitt "Af hverju........?"........"af því að ég sagði það!"
Hann verður ferlega sár og segir svo við mig með augun fljótandi í tárum:
"Mamma þú ert pirruð við mig"......ég sagðist ekkert vera pirruð við hann, en ég væri það stundum þegar hann væri að spyrja svona oft sömu spurninganna. Þá segir hann:
"Mamma, ég verð sár í hjartanu þegar þú ert pirruð við mig"
Hann var svooooooo einlægur og þetta stakk, beint í
Hafið það gott í kvöld elskurnar
Meginflokkur: Almennt raus | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:26 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir kökurnar sem ég er að borða.......rosalga góðar namm namm
Árný Sesselja, 6.5.2007 kl. 20:48
Hmmm eitthvað er hugskeytið lengi á leiðinni .... ég er enn að bíða eftir mínu muffins !
Anna Gísladóttir, 6.5.2007 kl. 23:03
Jahá, ég hefði nú alveg getað gúffað í mig nokkrum stykkjum. En læt mér bara nægja þetta CornFlakes hérna, enda miklu hollara.
Mundu það að Diet er bara Die með t í endann.. Hakkið í ykkur möffins....
kv Don Tidz
Don Tidz (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 06:08
Börn eru svo mikil krútt
Kolla, 8.5.2007 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.