23.3.2007 | 21:59
Veikindi enn og aftur :(
Miðvikudagurinn var ekkert spes heilsulega séð.......var eitthvað svo kalt allan daginn í vinnunni, var með fjólubláa húð og gæsabólur útum allt. Mældi mig um kvöldið eftir að vera búin að dressa mig uppí náttbuxur og náttpeysu.......38,5. Vaknaði morguninn eftir, enn með hita en ekki svona agalega kalt þannig að ég fór í vinnuna. Var með einhverja gubbu yfir daginn en það reddaðist.
Vaknaði svo í morgun með 39 og niðurgang frá helvíti þannig að ég ákvað að vera heima. Það er auðveldara að hlaupa á klósettið og gubba ef því er að skipta í vinnunni en að eiga það á hættu að gera í brækurnar er allt annað. Fór með strákana í leiksólann. Viti menn......um 2 leytið var hringt af Mánaseli, Viktor Óli kominn með 39,5 stiga hita. Sótti hann og beið til um hálf fimm svo ég kæmist með hann til læknis. Hann er með roða og vökva í eyrunum....aftur.....en lítið ofan í sér sagði doktor. Þannig að pústin hans virðast vera að gera eithvað þó mér finnist þau ekki virka rassgat nema rétt eftir að hann fær þau.
Hann er búinn að vera agalega lítill í sér.......líður mjög illa greinilega. Er búin að vera að dæla í hann stílum en samt var hitinn 39,8 fyrir klukkutíma síðan
Ég vona svo innilega að þessi /&%/$ pestarfjandi fari sem fyrst og láti okkur vera það sem eftir er, það er komið nóg !!
Yfir & Út !
Hann er búinn að vera agalega lítill í sér.......líður mjög illa greinilega. Er búin að vera að dæla í hann stílum en samt var hitinn 39,8 fyrir klukkutíma síðan

Ég vona svo innilega að þessi /&%/$ pestarfjandi fari sem fyrst og láti okkur vera það sem eftir er, það er komið nóg !!
Yfir & Út !
Flokkur: Almennt raus | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mínar bestu óskir um batnandi heilsu !
Mikið agalega skil ég vel að þú sért búin að fá nóg
Anna Gísladóttir, 23.3.2007 kl. 22:33
Ull á pestapúkann!!! Hann er búinn að vera að stríða okkur á mínu heimili líka og ég vil hann út!!
Hugarfluga, 23.3.2007 kl. 22:41
Þegar þessi marsmánuður er búinn ætla ég að pakka honum langt niður og taka hann ekki upp aftur fyrr en á næsta ári !!! Veikindi bjakk ! Greyið mitt, vona að þið farið að fá betri heilsu. Stórt hang-in-there knús
bara Maja..., 23.3.2007 kl. 23:26
já þessi helvvv pestarpúki treður sér inn allstaðar... ég segi bara eins og þú.. ég vil hann ÚT!!! Það er sko komið meira en nóg á mínu heimili líka! *rriiiiiisaknús* á þig snúlla og knúsaðu guttana þína líka frá mér með ósk um að pestarpúkafjandinn fari nú að láta ykkur í friði.
Saumakonan, 23.3.2007 kl. 23:43
Þetta tekur enda batakveðja
Kristberg Snjólfsson, 24.3.2007 kl. 10:22
Sendi batakveðjur til ykkar
Kristín Katla Árnadóttir, 24.3.2007 kl. 11:01
ÉG tek undir með hinum vonandi batni ykkur sem fyrst. Skrítið samt að það virðist alltaf vera það sama að ganga á íslandi og hérna í marokkó við erum öll veik hérna megin líka.
Og hvað er málið með þetta púsl ég er alveg húkkt á því hahah alltaf að púsla núna
Harpa Bragadóttir, 24.3.2007 kl. 17:04
Sendi þér C yfir hafið. Vona að Viktor Óli sé betri, alveg agalegt þegar litlu angarnir okkar eru lasnir! Vona að steinsmugan gangi fljótt yfir
www.zordis.com, 25.3.2007 kl. 09:16
held að við verðum að senda þér mikið ljós og C vit ...góðar bata kveðjur ...
Margrét M, 25.3.2007 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.