Leita í fréttum mbl.is

Pylsu með öllu anyone ??

SS pylsaHot dogOhhh my sjæse !!  Dagurinn í dag var.....já hvernig á maður að orða það ?  FULLT AÐ GERA !!  Þegar maður er að vinna í einu sjoppu bæjarins í hjarta Akureyri-Reykjavík, já eða Reykjavík-Akureyri, leiðarinnar.......þá segir það sig eiginlega sjálft að þegar það var ófært deginum áður þá er slatti að gera......og snemma.....og stöðugt !  Fólk hefur greinilega verið að taka mark á því að "pulsa sig upp" áður en það mætti Blönduóslöggunni, því að pylsusalan var svakaleg, maður bara hafði ekki undan !
Ég lét einu sinni tattoovera frystikistu á fótlegginn á mér......og fékk þessa fínu 400 lítra Elektrolux kistu í staðinn....og ofan í henni var meðal annars rúmlega 50 kg af pylsum !  Ég fékk ekki ógeð af þeim þá.
En svei mér þá.......ég er ekki frá því að það komi til með að líða einhverjir dagar/vikur áður en maður fær sér pylsu eftir daginn í dag Sick  Kannski maður skelli sér þá á eina svona hotdog........hvar skyldi þetta fást ? Wink

Annars er bara allt í lukkunar velstandi, strákarnir hressir ( 7*9*13) og kjellan bara spræk Smile
Smá "öppdeiti" bætt við......gleymdi alveg að minnast á gullkorn frá Matthíasi.
Þegar við vorum komin útúr búðinni í dag þá var hann mikið að spá......
"mamma, þegar þú varst lítil, þá varst þú stelpa!"  Og ég segi já er það.......
"Játs, svona fullorðnar konur (lesist gamlar!) voru alltaf stelpur þegar þær voru litlar.  Ekki strákar, strákar eru bara strákar og stelpur eru konur !"

Var á netflakki í gær ( og hvað annað er nýtt ha ?)  og rakst á síðu sem var með svona "Vissir þú" í hrúgu.......
Læt nokkur fljóta með Smile


Örbylgjuofninn var fundinn upp þegar vísindamaður gekk fram hjá radarsendi og súkkulaðistykki bráðnaði í buxnavasnum hans.

Ef monopoly er spilaður án þess að neinn leikmaður kaupi neitt þá endar leikurinn á því að bankinn fer á hausinn.

Móðir Adolfs Hitlers hafði velt því alvarlega fyrir sér að láta eyða fóstrinu en læknirinn fékk hana til að hætta við.

UFOÁ þriggja mínútna fresti er tilkynnt um fljúgandi furðuhluti. Líklegast er að sjá þá í júlí, klukkan 3 að nóttu eða 9 að kvöldi.

Mohammed er algengasta nafn í heimi

Það eru 1.575 þrep í stiganum upp að efstu hæð Empire State byggingarinnar.

FranskarMaður brennir fleiri kaloríum sofandi en horfandi á sjónvarp.

Karlmenn geta lesið smærra letur en konur, en þær heyra betur.

7% Bandaríkjamanna halda að Elvis sé enn á lífi.

Franskar kartöflur spanna þriðjung af kartöflusölu í heiminum.

Flest innbrot í hótelherbergi eru framin á annari til sautjándu hæð.

Ostrur hafa stærri augu en heila.

Enginn fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1972.

EldingLíkurnar á því að verða fyrir eldingu einhverntíma á ævinni eru 1 á móti 600.000.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Heitur hundur, Hot dog, Perro Caliente ...  Allt er þetta kennt við hunda ......... voff voff, wonder why? 

www.zordis.com, 19.3.2007 kl. 21:34

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

VÍHÍ ég verð bráðum kona !

Anna Gísladóttir, 19.3.2007 kl. 21:46

3 identicon

Ég gerði heiðarlega tilraun til að "pulsa mig upp" í dag áður en ég fór í skólann.  Ég hafði það af að borða ca 1/3 af pulsunni, þá stóð síðasti bitinn fastur í kokinu.  Ég kúgaðist og kúgaðist en náði að halda þessu niðri.  Hét því þá að borða ekki aftur pulsu mjööööööööööööög lengi.....

Lena (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 21:46

4 Smámynd: Gunna-Polly

er Elvis ekki á lífi

Gunna-Polly, 19.3.2007 kl. 22:25

5 identicon

Ég segi eins og Gunna, og ég er ekki sammála að konur heyri betur ek kallar, við heyrum allt þó við þykjumst ekki heyra suma hluti.....

Beggi (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband