Leita í fréttum mbl.is

Það jafnast ekkert á við.....

  • Lyktina af börnunum mínum þegar þau eru nýkomin úr baði.......sérstaklega af Viktori, þessi sæta fallega ungbarnalykt Heart
  • Einlægnina úr svip barnana minna þegar þau horfa á mig og segja "Mamma ég elska þig" Heart
  • Tilfinninguna sem flæðir um hjartað mitt þegar ég fer kvöldrúntinn um herbergin þeirra......laga sængurnar og kyssi þá á ennið og hvísla "mamma elskar þig" Heart
  • Lyktina á jólunum......þessi góða ilmandi epla-mandarínu-malt/appelsín-hamborgarhryggurinn........mmmm.......jólin Smile
  • Lyktina af vorinu......þegar gróðurinn er að lifna við og sumarið rétt handan við hornið Smile
  • Lyktin af grillkjöti......mmmmmmmmmmm............ohhh þegar það virðist sem ALLIR séu að grilla, lyktin sem leggst yfir allt, hún er bara góð  Smile
  • Tilfinninguna sem býr innra með mér í dag, og tilhlökkun yfir því sem koma skal, það jafnast á við ALLT InLove
  • Tilhlökkunina sem skín úr andlitum krakkana þegar fyrsti snjórinn fellur á veturna....vííííí það er SNJÓR !!!!  Þótt það sé varla nóg til að hnoða bolta hehehe Smile
  • Að sjá augun á krökkunum spænast upp og eyrun stækka um 10 númer, þegar Ísbíllinn keyrir í gegn á sumrin með hringjandi bjöllu......krakkakórinn í götunni gargar: ÍSBÍLLINN ER KOMINN !!!!

    Hver er toppurinn ykkar ??

    Ps. ég áskil mér rétt til að bæta við listann eins og mér hentar LoL

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Toppurinn minn í dag er að þú skulir setja inn þetta blogg og minna okkur hin á hvað það er margt gott í lífinu sem við megum vera þakklát fyrir. Knús frá væmnu fluguskömminni! 

Hugarfluga, 17.3.2007 kl. 20:47

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æ hvað þetta er sætt

Kristín Katla Árnadóttir, 17.3.2007 kl. 20:48

3 identicon

Allt fyrir ofan + lyktin af ný slegnu grasi mmmm

Solla (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 21:52

4 Smámynd: www.zordis.com

humm ... það jafnast ekkert á við nýjan dag, ný spor nýtt verkefni sem við erum þátttakendur í  ........ Lífið er óviðjafnanlegt!

www.zordis.com, 17.3.2007 kl. 21:54

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frábær upptalning ... börn eru svo jákvæð að eðlisfari og elska allt sem við erum búin að læra að fara í fýlu yfir, eins og t.d. þegar snjóar!!! Yndisleg lesning!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.3.2007 kl. 22:39

6 Smámynd: Ester Júlía

ooo þetta er æðislegur listi ........ minn er ekkert ósvipaður..

Geggjað að lesa.

Ester Júlía, 17.3.2007 kl. 23:33

7 identicon

þarna vantar hrossalykt,rollulykt og almenn sveitalykt kannski of mikill sveitakall

Beggi (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 12:34

8 Smámynd: bara Maja...

Yndislegt

bara Maja..., 18.3.2007 kl. 18:39

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Minn listi er örugglega bara næstum eins og þinn...þetta með að fara rúntinn fyrir nóttina og breiða yfir og setja koss á enni. Vakna og allir hrúgast uppí..kjafta og knúsast..plana saman hvað okkur lagar að gera..

Æ þetta var bara frábært innlegg hjá þér Gerða mín.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.3.2007 kl. 19:08

10 Smámynd: Margrét M

allt ofantalið nema sveitalyktin

Margrét M, 19.3.2007 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Ég heiti...

Gerða Kristjáns
Gerða Kristjáns
"Gættu þess að segja stundum eitthvað fallegt við vini þína, eitthvað sem kemur beint frá hjartanu."

Nafnlausum athugasemdum verður eytt !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband