1.3.2007 | 14:38
Astmi og bjór........
Jæja, fór með drenginn til doktors áðan......og það var sem mig grunaði, hann er kominn með astma uppúr kvefógeðinu Hann er líka með vökva og roða í eyrunum og ljót surgandi hljóð í lungunum sem eiga að lagast með pústinu sem hann fékk og sýklalyfinu. Hann (doktorinn sko) var samt ánægður með hvað hann var kátur inná milli hóstakasta.......það næstum útilokar RS-vírusinn.......einkennin sem Viktor er með eru mjög lík þeim einkennum en hann væri þá mikið slappari og daufari. Held samt áfram að fylgjast vel með honum og rýk með hann aftur til doktors ef hann skánar ekki.
Og að öðru....í dag eru víst hva.....18 ár síðan bjórinn var leyfður á Íslandi. Hvað skyldu Íslendingar vera búnir að svolgra mörgum tonnum af þessum eðalvökva í sig á þessum tíma ? Ég er nú ekki agalega mikil bjórdrykkjumanneskja, eða bara drykkjumanneskja almennt, en af öllum þeim tegunudum sem eru í boði hér finnst mér Carlsberg bestur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
wellllll...... þótt mörg ár séu síðan ég hef drukkið ( tja ef ekki er talið með barnastaupið um daginn) þennan eðaldrykk þá verður nú Reykjavíkurmeistarinn í bjórþambi að segja... GROLSCH!!! LOL (annars var nú Michelob eða hvað hann nú heitir líka alltaf góður thíhí )
Saumakonan, 1.3.2007 kl. 15:02
Ég er eiginlega alveg sammála þér kæra frænka ! Carlsberg er bestur
Anna Gísladóttir, 1.3.2007 kl. 15:26
Suss þið eruð alveg ómenntuð í bjórmálum, þó svo ég hafi aðeins náð því að drekka rétt rúmlega tappafylli af bjór á þessum tíma, að mig minnir.....
Kv Don Tidz
TIDDI (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 16:37
Hef aldrei verið dugleg við mjöðinn,,, bjó meira að segja í DK í mörg ár og lærði ekki á þennann gullna drykk, en svo kom ég heim og komst vits og ára, þó aðallega ára og núna kann ég að meta bjórinn...
bara Maja..., 1.3.2007 kl. 17:41
Hurru... mér finnst nú bjór sko almennt ekki góður. En ég smakkaði einn nýjan um daginn og fannst hann bara fínn! Og íslenskur er hann víst... nafnið er KALDI
Lena (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 18:15
Thule! nammnamm..langt er nú samt að bíða hans ;o)
Beta (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 19:33
Ummm, ég sakna bjórlíkis ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.3.2007 kl. 19:45
Ég trúi nú ekki að Guðríður sé að meina þetta. Ullapjakk! 'Eg vann einu sinni í Ringnes Bryggeri í Noregi, þar sem um það bil hálfur kassi var drukkinn á dag og maður óð í hné í bjór þegar hreinsað var. Þetta varð mér nærri að ofurliði og ég fékk mér aðra vinnu....gerðist barþjónn. Nú þarf ég ekki að hugsa um þennan göruga mjöð lengur. Mér fer mikið betur að vakan ferskur eftir mannamót og muna hvað gerðist auk þess að sjá ekki eftir neinu, sem ég sagði eða gerði.
Nokkuð talandi þessi mynd af bjórstígvélunum: kaldir fætur úr gleri og í krummafót.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2007 kl. 23:31
Gurrí saknaru bjórlíkisins, endemis skrautfjöður ertu! *hrollur* rauðvín er best
www.zordis.com, 1.3.2007 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.