21.2.2007 | 23:22
Snjókorn falla....
....ójá, það er sko allt orðið hvítt !! Feit, falleg jólasnjókorn falla hér niður eins og þau séu á launum við það. Þorsteinn sagði þegar hann sá það: "Sko ég sagði það mamma ! Veðurspáin sagði að það myndi snjóa!" Við erum að tala um að hann verður 10 ára í haust ! Hann fylgist betur með veðurspánni en ég !!
Gærdagurinn og gærkvöldið voru frekar erfið fyrir okkur Viktor Óla. Fyrir mig var það aðallega vegna þess að það var svo lítið sem mamman gat gert fyrir litla gullið.....honum leið ferlega illa
Hann hefur fengið einhverja pöddu í bumbuna líka því þegar ég var að gefa honum grautinn í gærkvöldi, þá náttúrulega hámaði hann grautinn í sig eins og hann er vanur en svo allt í einu stóð gusan útúr honum ! Og jæks......magnið sem kom uppúr barninu ! Þannig að það var stórþvottur, utan af stólnum hans, utan af honum og hann ! Svo sofnaði hann loksins....en það dugði stutt, hann vaknaði skömmu síðar og grét mikið.......hann hefur örugglega verið með höfuðverk
Náði þó að róa hann niður á endanum, gaf honum svo stíla og hann sofnaði fyrir nóttina.
Ég fékk matarsendinguna í gærkvöldi eins og lofað var....Lena frænka kom með þorrafötu fulla af saltkjöti og baunasúpu úr sveitinni
Hún sagðist hafa verið að spá alvarlega í því að skilja fötuna eftir á stéttinni og senda mér sms um að ég ætti sendingu fyrir utan ! Hahahaha en hún þorði að stinga inn nefinu samt......vona innilega að henni hefnist ekki fyrir það og að flensan láti hana vera.
Viktor Óli vaknaði um 7 leytið í morgun og var nokkuð hress þannig séð.....hóstandi ljótum hósta á 15 sek. fresti en brosandi allan hringinn eins og hann er vanur
Hann drakk ágætlega í dag en svaf mjög lítið, náði ekkert að sofa fyrir hósta. Sem gerði þetta ekki auðveldara fyrir mig, hausinn ennþá að springa og illt í hálsinum alveg oní tær.
Gærdagurinn og gærkvöldið voru frekar erfið fyrir okkur Viktor Óla. Fyrir mig var það aðallega vegna þess að það var svo lítið sem mamman gat gert fyrir litla gullið.....honum leið ferlega illa


Ég fékk matarsendinguna í gærkvöldi eins og lofað var....Lena frænka kom með þorrafötu fulla af saltkjöti og baunasúpu úr sveitinni

Viktor Óli vaknaði um 7 leytið í morgun og var nokkuð hress þannig séð.....hóstandi ljótum hósta á 15 sek. fresti en brosandi allan hringinn eins og hann er vanur

Lena þorði meira segja að stinga inn nefinu í morgun líka.....til að kippa Matthíasi með á leikskólann. Þeir bræður voru dressaðir upp sem hermenn í tilefni dagsins.
Þorsteinn fór út að syngja fyrir nammi eftir skóla......og hann kom heim með fullan poka af nammi og öðrum glaðningi um það leyti sem Solla kom með Matthías af leikskólanum. Svo sátu þeir hérna bræðurnir og gúffuðu í sig nammi.......mér fannst það bara í fínu lagi.....öskudagurinn er jú bara einu sinni á ári. Matthías kláraði það litla nammi sem hann var með en Þorsteinn á helling eftir af sínu. Matthías tilkynnti mér þó þegar hann kom heim með sitt að hann ætlaði sko að geyma það framá laugardag, það fannst mér algjört æði, sjálfstjórnin hjá þessu kríli


Lena kom svo rúmlega 7 og kippti þeim með á grímuballið í Félagsheimilinu.....sem er að mér finnst á fáránlegum tíma......byrjar kl 7 og er til 21:30 ! Jújú það eru eldri krakkar þarna líka.....en líka fullt fullt af yngri ormum sem öllu jafn væru löngu farin að sofa ! EN.....þeir höfðu ferlega gaman af þessu


Ég gúffaði í mig sendinguna frá Árnýju frænku.......það er alveg frábært hvað er passað uppá mann hérna


Viktor Óli sefur hóstandi svefni.......það snjóar enn held ég.......nenni ekki að standa upp til að tékka á því......ligg uppí rúmi dúðuð í sængina mína með fartölvuna

Ætla að láta þessari ræpu lokið í bili.........sofiði vel elskurnar, sweet dreams

Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
innlitslestrarkvittur
Margrét M, 22.2.2007 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.