Færsluflokkur: Spaugilegt
10.3.2008 | 17:57
Að gera'ða með hinni.....
Menntaskólakennari hafði nýlokið við að útskýra mjög miklvægt rannsóknarverkefni fyrir bekknum.
Hann lagði sérstaklega áherslu á að enginn gæti útskrifast úr faginu nema kunna skil á verkefninu. Hann bætti svo við að hann myndi fara ítarlega í verkefnið degi síðar og einu afsakanirnar fyrir því að mæta of seint væri ef dauðsfall hefði orðið í fjölskyldunni eða illvígur sjúkdómur myndi leggja einhvern í rúmið.
Mesti gæinn í bekknum rétti upp höndina og spurði:
En hvað ef maður er gjörsamlega búinn eftir geggjað kynlíf, kennari ???
Bekkurinn sprakk úr hlátri og gæinn var montinn með að hafa valtað yfir kennarann.
Þegar nemendurnir höfðu jafnað sig eftir hláturinn, leit kennarinn á gæjann og sagði :
"ÉG BÝST VIÐ AÐ ÞÚ ÞURFIR ÞÁ BARA AÐ LÆRA AÐ SKRIFA MEÐ HINNI HENDINNI !
7.3.2008 | 19:03
KRAFTAVERK SALERNISPAPPÍRS
Í stað venjulega svarsins um að brjóstin á mér væru ekkert smá, breytti maðurinn minn út af venjunni og kom með tillögu.
"Viljir þú að brjóstin stækki, skaltu daglega nudda salernispappír á milli þeirra í nokkrar sekúndur."
Þar sem að ég vildi reyna hvað sem væri, sótti ég mér blað af salernispappír og stóð síðan framan við spegilinn, nuddandi því á milli brjóstanna minna.
"Hvað þarf ég að gera þetta oft" Spurði ég.
"Þau munu vaxa þeim mun meira sem þú gerir þetta oftar," svaraði kallinn minn.
Ég hætti.
"Trúirðu því virkilega að mér nægi að nudda klósettpappír á milli brjóstanna daglega til þess að fá þau til að stækka?"
Án þess að líta upp svaraði hann,
"Það virkaði á rassinn á þér, ekki satt?"
Hann lifir enn og með mikilli sjúkrameðferð getur verið að hann gangi á ný, jafnvel þótt hann muni áfram fá sína næringu um strá.
Heimski, heimski karl.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2008 | 12:02
Er ekki verið að grínast ?
En verð þó að segja að skárra að þeir skemmi dekkin á hjólunum og hnakkana, heldur en sálir lifandi mannvera með svona misnotkun.
Hafði mök við dömureiðhjól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2008 | 00:41
Skemmtilegar pælingar :o)
Af hverju ætli maður þurfi alltaf að gá hvort veggur sé nýmálaður, þegar maður sér viðvörun um það?
Af hverju er Alcoholics Anonymus (AA) (ísl. "Ónafngreindir Alkoholistar") nefndir svo, þegar það fyrsta sem þeir gera á fundum er að standa upp og segja eitthvað á þessa leið: "Ég heiti Halldór og ég er alkoholisti"?
Skyldi "franskur koss" bara kallast "koss" í Frakklandi?
Hver ætli hafi verið sá fyrsti sem horfði á kú og sagði: "Ég held ég kreisti þetta dinglumdangl neðan á henni og drekki það sem út kemur"?
Af hverju límist ekki límtúpan saman?
Af hverju sér maður aldrei fyrirsögnina: "Skyggn manneskja vinnur í lottó"?
Af hverju er orðið "skammstöfun" svona langt orð?
Af hverju er hnefaleikahringurinn ferhyrndur?
Af hverju er appelsínusafi framleiddur úr gerviefnum og uppþvottalögur búinn til úr ekta sítrónum?
Af hverju er það kallað "rush-hour" einmitt þegar umferðin gengur sem hægast?
Af hverju er orðið orðabók í orðabókum?
Af hverju er ekki til kattamatur með músabragði?
Af hverju eru flugvélar ekki framleiddar úr sama efni og "svarti kassinn" sem er óbrjótandi og erfitt að eyðileggja?
Af hverju eru allar brauðristar með stillingu sem brenna brauðsneiðar í kolamola sem enginn vill borða?
Ef maður á jarðarskika, á maður hana þá alveg niður að kjarna Jarðarinnar?
Af hverju geta konur ekki sett á sig maskara án þess að hafa opinn munninn?
Af hverju klæjar mann alltaf í nefið þegar maður er búinn að óhreinka hendurnar?
Af hverju er mínútan miklu lengur að líða fyrir utan klósetthurðina en innan?
Ef ástin er blind, af hverju eru sexý undirföt þá svona vinsæl?
Hvers vegna vantar okkur alltaf eitthvað af draslinu sem við geymdum uppi á lofti í 3 ár, 3 dögum eftir að við hentum því loksins?
Ef það er satt að við séum hér til að hjálpa öðrum, hvað eru þá hinir að gera hér?
Ef ólívuolía er búin til úr ólívum, hvaðan kemur þá barnaolían ?
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.2.2008 | 20:30
Þegar konur eldast. Grein eftir Jón Jónsson
Það er mikilvægt fyrir karlmenn að muna, að eftir því sem konur eldast verður erfiðara fyrir þær að halda sömu gæðum í húsverkunum og þegar þær voru ungar. Þegar þú tekur eftir þessu, reyndu ekki að æpa á hana. Sumar konur eru ofurviðkvæmar, og það er ekkert verra til en ofurviðkvæm kona.
Ég heiti Jón. Ég ætla að segja ykkur hvernig ég tókst á við þetta ástand varðandi konuna mína hana Siggu. Þegar ég settist í helgan stein fyrir nokkrum árum, þurfti Sigga auðvitað að fá sér heildagsvinnu meðfram hlutastarfinu, bæði til þess að auka tekjur heimilisins og halda sparnaði okkar hjóna gangandi. Fljótlega eftir að hún fór að vinna tók ég þó eftir að aldurinn fór að sjást á henni.
Ég kem venjulega heim úr golfi á sama tíma og hún kemur heim úr vinnunni. Þó hún viti hvað ég er svangur, þá þarf hún næstum alltaf að hvíla sig í hálftíma áður en hún fer að elda matinn. Ég æpi þó ekki á hana. Í staðinn segi ég henni að taka þann tíma sem hún þarf og vekja mig bara þegar maturinn er kominn á borðið. Ég borða venjulega hádegismat í Heiðursmannagrillinu í klúbbhúsinu þannig að það er auðvitað ekkert á dagskránni að fara út að borða. Áður fyrr var Sigga vön að vaska upp um leið og við vorum búin að borða. Nú er hinsvegar ekkert óvenjulegt að það bíði jafnvel í nokkra tíma. Ég geri það sem ég get með því að minna hana á það á nærgætinn hátt að diskarnir þvoi sig ekki sjálfir. Ég veit að hún kann að meta þetta, þar sem það virðist hvetja hana til að klára uppvaskið áður en hún fer að sofa.
Annað einkenni öldrunar er kvörtunaráráttan held ég. Til dæmis heldur hún því fram að það sé erfitt að finna tíma til að greiða reikningana í matartímanum. En strákar, við lofuðum að standa með þeim í blíðu og stríðu, svo ég brosi bara og býð fram hvatningu. Ég segi henni bara að dreifa þessu á tvo til þrjá daga. Þannig þarf hún ekki að flýta sér eins mikið. Ég minni hana líka á að þótt hún missi af matartímanum af og til sé það allt í lagi ( þið vitið hvað ég meina ). Mér finnst reyndar nærgætni einn af mínum betri kostum. Þegar hún vinnur einfaldari verkefni, virðist hún halda að hún þurfi fleiri hvíldarstundir. Hún varð til dæmis að taka pásu þegar hún var einungis hálfnuð með að slá blettinn. Ég reyni að vera ekki með uppistand. Ég er sanngjarn maður. Ég segi henni að útbúa sér stórt glas af nýpressuðum köldum appelsínusafa og setjast í smástund. Og þar sem hún er að gera þetta, bið ég hana að blanda einn fyrir mig í leiðinni.
Ég veit að væntanlega lít ég út eins og dýrlingur vegna þess hvernig ég styð hana Siggu mína. Það er ekkert auðvelt að sýna svona mikla tillitssemi. Mörgum karlmönnum finnst það erfitt. Og mörgum finnst það alveg ómögulegt ! Það veit enginn betur en ég hversu pirrandi konur verða þegar þær eldast. En strákar, ef þið hafið lært það af þessarri grein að vera nærgætnari og minna gagnrýnir á konurnar ykkar sem eru að eldast lít ég svo á að þetta hafi verið þess virði að setja á blað. Við megum ekki gleyma því að við fæddumst á þessa jörð til hjálpa hver öðrum.
Kveðja,
Jón Jónsson
Athugasemd ritstjóra:
Jón Jónsson lést skyndilega þann 27. maí sl. af blæðingum í endaþarmi. Samkvæmt lögregluskýrslu fannst Calloway extra löng 50 tommu Big Bertha golfkylfa á kafi í rassgatinu á honum, þannig að aðeins stóðu tíu cm af handfanginu út, og við hliðina var sleggja.
Sigríður konan hans var handtekin og ákærð fyrir morðið. Kviðdómurinn sem eingöngu var skipaður konum var 15 mínútur að komast að niðurstöðu sem var þessi: Við föllumst á það sem fram kemur í vörn Sigríðar að Jón hafi einhvern veginn, án þess að gera sér grein fyrir því, sest ofan á eigin golfkylfu.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.2.2008 | 16:51
Þessi er þrusugóður ! :o))))
Nemandi úr Samvinnuskólanum á Bifröst sótti um vinnu sem afgreiðslumaður í Kaupfélagi úti á landi.
Þetta var svona alvöru kaupfélag þar sem hægt var að fá allt milli himins og jarðar. Kaupfélagsstjóranum leist vel á manninn þótt hann væri ungur og óreyndur og ákvað að taka hann til reynslu. Hann sagði manninum að mæta morguninn eftir og síðan myndi hann koma um kvöldið og athuga hvernig hefði gengið. Kvöldið eftir spurði hann unga manninn hvað hafði hann afgreitt marga viðskiptavini þennan fyrsta dag.
Bara einn, sagði drengurinn.
Þetta fannst kaupfélagsstjóranum ekki mikið en spurði hvað hann hefði selt fyrir mikið.
Fimm milljónir eitthundrað níutíu og þrjúþúsund sagði afgreiðslumaðurinn við kaupfélagsstjórann.
Hvað seldirðu honum eiginlega, spurði kaupfélagsstjórinn hissa?
Jú, sjáðu til sagði drengurinn, fyrst seldi ég honum lítinn öngul, síðan seldi ég honum miðlungsstóran öngul, þá stóran öngul, svo veiðistöng og síðan spurði ég hann hvar hann ætlaði að veiða. Hann sagðist ætla að veiða í vatninu og þá sagði ég honum að hann þyrfti bát og seldi honum plastbát með 40 hestafla utanborðsmótor. Þá sagði maðurinn að hann gæti aldrei flutt bátinn á Daihatsuinum sínum svo ég fór með hann í véladeildina og seldi honum nýjan Landróver.
Nú var andlitið hálfdottið af kaupfélagsstjóranum og hann sagði: Maðurinn kemur hér inn til að kaupa einn lítinn öngul og þú selur honum bæði bát og bíl!!
Nei, nei, sagði strákurinn.
Hann kom hingað til að kaupa dömubindi handa konunni sinni og ég sagði við hann að fyrst að helgin væri hvort eð er ónýt hjá honum væri eins gott fyrir hann að fara að veiða!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar