20.2.2007 | 08:51
Flensuskratti

Þá tókst henni að leggja mig Sendið mér hlýjar hugsanir og heita kjúklingasúpu......og fullt fullt af verkjatöflum.......hausinn er að springa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.2.2007 | 22:07
Það er aldeilis græðgin....




Í dag, fyrir matinn, fór Matthías í bað. Þegar ég var að þurrka honum eftir baðið, ákvað ég að það væri kannski ekki vitlaust að taka myndir af blettunum hans eins og við köllum þetta hér á bæ. Sótti myndavélina og myndaði í gríð og erg. Hann er kominn með á axlirnar líka og í aðra hnésbótina og ég gerði mér bara ekki almennilega grein fyrir hvað þetta væri orðið slæmt, ekki fyrr en maður fór virkilega að rýna í húðina á honum.
Þegar ég var að taka myndirnar sagði hann við mig: (hann er að verða 5 ára í apríl)
"Mamma, bráðum fæ ég bletti í andlitið og þá verð ég ógeðslegur


Hann er svo svakalega meðvitaður um þessa bletti, hvernig þetta lítur út á honum og allt sem því fylgir.
En að heyra þetta......mér varð svo illt í hjartanu

Ég setti myndirnar í albúm hérna.........ef þið viljið kíkja á þær þá finniði þær hér
Takk fyrir ábendinguna um Ásthildi, ég kem til með að setja mig í samband við hana, það getur varla verið verra en eitthvað annað.
ps.....Elsku Linda mín, til hamingju með afmælið í dag


Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.2.2007 | 20:50
Uppgjör vikunnar og vatnsmelónur

Þá er helginni að ljúka og ný vinnuvika hefst á morgun, amk svona fyrir all flesta. Vikan var ágæt, er svona hægt og bítandi að venjast vinnunni aftur, eða aðallega að venjast því að litla gullið mitt sé á stubbadeildinni ! Það fer alveg ofsalega vel um hann þar, sem gerir minn tíma í vinnunni auðveldari




Ég var með Matthías heima á miðvikudaginn. Hann er allur útí útbrotum, sem hann hefur haft lengi á sér.....en er bara óvenjuslæmur núna. Hann svaf mjög illa um nóttina, klæjaði mikið og leið ekki vel. Þannig að hann var heima og við fórum til læknis. Ég þarf að fara með hann til húðsérfræðings í byrjun mars.......doktorinn hér giskaði (hann fastsetti ekki neitt) en giskaði á psoriasis

Kvöldin hafa farið í sjónvarpsgláp og leti.......já og nethangs. Hvað gerði maður hérna áður fyrr áður en netið var ?? Eða á meðan maður hafði bara módem !! Sjís, nú eru flest allir komnir með adsl eða isdn eða eitthvað álíka.........hvað þyrfti að borga ykkur mikið til að snúa til baka í módemið ?

Jæja, verð að fara og fiska elsta guttann uppúr baðinu.......eða réttara sagt reyna einu sinni enn að reka hann uppúr

Já og meðan ég man..........ef ykkur leiðist eitthvað á næstunni, þá getiði alltaf reynt að slá þetta met.........mér er spurn.......hvernig dettur fólki þetta í hug ?? Hvaðan kemur hugmyndin um að berja hausnum í fullt af melónum til að slá met ??? Ég ætla að vona að mér komi aldrei til með að leiðast það mikið hehehe

![]() |
Heimsmet slegið á vatnsmelónuhátíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
18.2.2007 | 00:02
Hver býður sig fram.....


Til ykkar kvennana sem skoða blogið mitt, til hamingju með konudaginn, megi þið njóta hans í botn

Vonandi er einhver í lífi ykkar sem einskorðar sig ekki bara við konudaginn til að vera sætur í sér, því það eru jú allir dagar konudagar

Til ykkar frá mér.......rafræn blóm ( sorry, diskadrifið vildi ekki taka við þeim og spíta þeim út á hinum endanum hehehe )

Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.2.2007 | 20:12
Ohhh fojjj !


Viktor Óli er sofnaður eftir baðferð, Þorsteinn og Matthías voru að byggja sér tjald úr öllum teppum sem þeir fundu í sófanum og gömlu eldhússtólunum........og voru núna rétt í þessu að tilkynna mér að þeir nenntu þessu ekki lengur.......en nenna að sjálfsögðu ekki að ganga frá dótinu eftir sig

Kveð ykkur i kútinn í bili........hafið það eins gott og þið mögulega getið það sem eftir lifir kvölds

ps. smá update skrifað rúmlega hálf tólf.......ég er ennþá engu nær um Eurovision.......ég tók heita og langa sturtu fram yfir úrslitin

Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2007 | 02:23
Sorgmædd :(


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.2.2007 | 23:28
Karlar....alls ekki gleyma konudeginum.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2007 | 21:05
Flutningur ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar